Leit
Síun

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Vatnsvirkjans

1. mars 2020

Vatnsvirkjanum er umhugað um persónuvernd og öryggi þeirra gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Við virðum þinn rétt til einkalífs og gætum að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði gildandi laga. Í persónuverndarstefnu okkar kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er meðhöndlað. Okkar markmið er að viðskiptavinir, starfsmenn og aðrir séu ávallt upplýstir um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga af fyrirtækinu.

Vatnsvirkinn ehf kt. 671184-0929, Skemmuvegi 48, 200 Kópavogi vinnur og meðhöndlar persónuupplýsingar sem við söfnum ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili.

Þegar þú heimsækir heimasíðu okkar kunna upplýsingar eins og IP-tala eða annað auðkenni tölvunnar, stýrikerfi og netvafri, hvaða vefsíður voru skoðaðar, tímasetningar o.þ.h vera skráðar. Vefkökur kunna að vera notaðar í slíkum tilgangi.

Ef haft er samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða í gegnum heimasíðu okkar vatnsvirkinn.is kunnum við að geyma upplýsingar sem þar koma fram, í allt að 30 daga eftir að þjónusta hafi verið veitt nema önnur lög koma í veg fyrir að þeim gögnum sé eytt eða breytt (t.d. lög um bókhald).

Við miðlum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila, nema í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga eða að fengnu samþykki. Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þeirra þriðju aðila sem eru þjónustuveitandi eða verktaki á vegum okkar og/eða félög sem heyra undir Vatnsvirkjann. Eingöngu upplýsingum er þykja nauðsynlegar eru afhendar í þessum tilgangi. Við tryggjum trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni, nema önnur lög koma í veg fyrir það (t.d. lög um bókhald). Persónuupplýsingum sem við geymum og/eða vinnum eru aldrei leigðar eða seldar.

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og áskilur Vatnsvirkinn ehf sér þann rétt að breyta henni hvenær sem er og án fyrirvara. Ný útgáfa skal vera auðkennd með útgáfudegi. Persónuverndarstefnu Vatnsvirkjans má finna á https://vatnsvirkinn.is/personuvernarstefna/ .

Allar fyrirspurnir er varða persónuvernd skal senda á netfangið vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is